Efni frá fyrri áföngum verkefnisins

Viðræður sveitarfélaganna fjögurra í Austur Húnavatnssýslu hófust árið 2017. Formlegar viðræður hófust í október 2020 en í kosningum um sameiningu þann 5. júní 2021 var sameining samþykkt í Blönduósbæ og í Húnavatnshreppi en felld í Sveitarfélaginu Skagströnd og í Skagabyggð. Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps ákváðu í kjölfarið að skipa nýja samstarfsnefnd til að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Á vefsíðunni sameining.huni.is má upplýsingavef um verkefnið frá 2017 þar til formlegar sameiningarviðræður hófust í október 2020. Þar má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar. Annað efni frá fyrri áföngum sem hefur skírskotun til sameiningarviðræðna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar er að finna hér á síðunni.