Haldnir voru íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem kosið var um þann 5. júní 2021. Fundunum var streymt og gátu þátttakendur sent spurningar rafrænt til samstarfsnefndar.
Íbúafundir voru haldnir á eftirfarandi stöðum:
Íbúum var frjálst að sækja fundi á þeim stöðum og tímasetningum sem þeim þótti best henta.
Fundunum var streymt á Facebook síðunni Húnvetningur. Þátttakendur í fundarsal og þeir sem fylgjast með rafrænt gátu sent spurningar til samstarfsnefndar í gegnum samráðsforritið menti.com en einnig var boðið upp á spurningar úr sal og umræður í lok hvers fundar.