Um starfshópana

Liður í verkefninu „Húnvetningi“ er að meta stöðu sveitarfélaganna, horfur í rekstri og þjónustu og líkleg áhrif sameiningar á þessa þætti. Samstarfsnefndin skipaði starfshópa í um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.

Til setu í starfshópunum voru valdir þátttakendur með þekkingu á málefninu vegna starfa sinna fyrir sveitarfélögin eða byggðasamlög á þeirra vegum. Hver starfshópur fjallaði um tiltekin verkefni sem verkefnishópurinn gaf ákveðinn ramma um. Markmið með vinnu starfshópanna er að fá fram upplýsingar um stöðu og sjónarmið fyrir mótun framtíðarsýnar, og stuðla að auknum samskiptum milli aðila. Niðurstöður vinnunnar voru m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda sem haldnir voru miðvikudaginn 3. mars 2021 kl. 20:00-23:00 og laugardaginn 6. mars 2021 kl. 10:00-13:00.

Starfshóparnir eru verkefnishópnum til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi. Það efni sem til verður getur einnig nýst í áframhaldandi vinnu með skipulag og stefnu sameinaðs sveitarfélags ef sameining verður samþykkt.