Fréttir

Niðurstöður nafnakönnunar

Niðurstöður könnunar á viðhorfi íbúa til þriggja tillagna að nafni á sameinað sveitarfélag, sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningum, liggja fyrir. Nafnið „Húnabyggð“ nýtur mestra vinsælda og nýtur stuðnings 66% þeirra sem létu álit sitt í ljósi eða 443 einstaklinga.

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Samhliða sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí n.k. verður hægt að taka þátt í könnun á viðhorfi íbúa til tillagna að nafni á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Þeir sem eiga ekki heimangengt á kjördag geta tekið þátt í könnuninni með því að greiða atkvæði á skrifstofum sveitarfélaganna á hefðbundnum opnunartíma fram að kjördegi.

Valið milli þriggja heita

Íbúar velja á milli heitanna Blöndubyggð, Húnabyggð og Húnavatnsbyggð í skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi.

Fimm tillögur að nafni sendar til Örnefnanefndar

Á fundi undirbúningsstjórnar mánudaginn 4. apríl sl. var farið yfir þær tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag sem bárust í hugmyndasöfnuninni á betraisland.is. Ákveðið var að senda fimm þeirra til örnefnanefndar, sem lögum samkvæmt veitir umsögn um nöfn sveitarfélaga.

Síðasti dagur hugmyndasöfnunar er í dag

Síðasti dagur söfnun hugmynda að nafni á sameinað sveitarfélag á betraisland.is er runninn upp. Söfnuninni lýkur á miðnætti.

Innviðaráðuneyti staðfestir sameiningu

Innviðaráðuneytið hefur staðfest staðfest sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar í eitt sveitarfélag. Ráðuneytið hefur jafnframt staðfest samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Húnavatns­hrepps og Blönduósbæjar, sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett ný samþykkt.

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Söfnun hugmynda um nafn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps er hafin á BetraÍsland.is. Hún stendur til 31. mars nk. og er öllum opin. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íbúar ses sem sérhæfir sig í rafrænum samráðskerfum og rekur BetraÍsland.is.

Húnvetningar samþykktu sameiningu

Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar.

Kosið um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar í dag

Í dag er kosið um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Á Blönduósi er kosið í Íþróttamiðstöðinni á milli klukkan 10:00 og 20:00 og í Húnavatnshreppi er kosið í Húnavallaskóla á milli klukkan 11:00-20:00. Talning atkvæða fer fram á hvorum kjörstað fyrir sig og hefst eftir að kjörstöðum lokar. Úrslit verða birt hér á síðunni og á vefsvæðum Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Greinar eftir fulltrúa í samstarfsnefnd

Hlutverk samstarfstarfsnefndar er kanna hvort hag íbúa sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í sveitarfélögunum hvoru í sínu lagi. Nefndarmenn hafa unnið lengi að því að skoða hvort sameining sé vænlegur kostur og hafa að undanförnu skrifað greinar í staðarmiðlana til að koma niðurstöðu sinni á framfæri. Hér eru slóðir á nokkrar þeirra: