Fréttir

Viðræður hafnar á milli Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar hafa samþykkt að skipa samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. grein sveitarstórnarlaga. Nefndin hefur þegar hafið störf og fundað tvisvar.