Fréttir

Íbúafundir um sameiningarviðræður 3. og 6. mars

Rafrænir íbúafundir verða haldnir í gegnum Zoom-fjarfundakerfið miðvikudaginn 3. mars kl. 20:00-23:00 og laugardaginn 6. mars kl. 10:00-13:00. Fundunum verður einnig streymt á netinu og upptökur af kynningum verða gerðar aðgengilegar á vef verkefnisins að þeim loknum.

Minnisblöð starfshópa eru komin á vefinn.

Starfshópar Húvetnings hafa skilað af sér minnisblöðum þar sem lagt er mat á stöðu málaflokka, áskoranir og tækifæri. Minnisblöðin er að finna á síðu hvers starfshóps fyrir sig á undir "Starfshópar" efst á síðunni. Íbúar eru hvattir til að kynna sér niðurstöðurnar í minnisblöðunum.