Fréttir

Fundir með þingflokkum í apríl

Oddvitar sveitarstjórnanna fjögurra munu eiga fjarfundi með þingflokkum á Alþingi í apríl til að kynna áherslur og helstu hagsmunamál Húnvetninga.

Sameiningarkosningar fara fram 5. júní

Sveitarstjórnirnar telja brýnt að fylgt verði þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum með þingmönnum og ráðherrum varðandi brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu. Svo sem stuðningi við stofnun Umhverfisakademíu, uppbyggingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við innheimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skagaströnd.

Hvað gerist ef íbúar í einu sveitarfélagi fella sameiningartillöguna?

Á íbúafundum komu fram spurningar um hvað gerist ef íbúar í einu sveitarfélagi fella sameiningartillöguna. Á fundi samstarfsnefndar 8. mars var fjallað um þann möguleika.

Stöðnun er ekki valkostur

Þátttakendur á fundinum voru sammála um að á næstu misserum verða breytingar í stjórnsýslu, atvinnulífi og þjónustu á svæðinu hvort sem af sameiningu sveitarfélaganna verður eða ekki. Spurningin sem íbúar standa frammi fyrir er hvort betra sé fyrir samfélagið að takast á við þær breytingar í einu sveitarfélagi eða fjórum. Stöðnun er ekki valkostur.

Streymi frá íbúafundi um sameiningarverkefnið Húnvetningur

Á Facebook síðunni Húnvetningur er streymi á íbúafundinn sem hófst kl. 10

Íbúafundur í fyrramálið

Í fyrramálið kl. 10 fer fram seinni íbúafundur um sameiningarviðræður sveitarfélaganna. Mjög góð þátttaka var á fundinum á miðvikudagskvöldið og nú gefst þeim sem misstu af fundinum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Framtíðin er ykkar Húnar

Mjög góð þátttaka var á íbúafundi um mögulega sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar þann 3. mars. Á fundinn mættu um 100 þátttakendur, en ljóst er að við nokkrar tölvur voru fleiri en einn að taka þátt. Auk þeirra fylgdust rúmlega 100 með útsendingu á Facebooksíðunni “Húnvetningur”, þannig að fundurinn hefur náð til yfir 200 manns, eða um 14% af kosningabærum íbúum á svæðinu. Flestir voru að taka þátt í sínum fyrsta rafræna íbúafundi og kom fólki ánægjulega á óvart hve auðvelt er að taka þátt.

Streymi frá íbúafundi um sameiningarverkefnið Húnvetningur

Hér er hægt að nálgast slóð inn á streymi frá fundinum.