Fréttir

Niðurstöður sameiningarkosninga

Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra er felld í Skagabyggð og Sveitarfélaginu Skagaströnd, en samþykkt í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi.

Sameiningartillaga felld í Skagabyggð

Í Skagabyggð sögðu 29 nei við tillögunni og 24 sögðu já. Tillagan er því felld í Skagabyggð.

Veigamikil stefnubreyting í uppbyggingu ferðamannastaða

Á íbúafundunum sem haldnir hafa verið undanfarnar vikur til að kynna stöðugreiningu, framtíðarsýn og tillögur samstarfsnefndar, hefur nokkuð verið spurt um það hvaða árangur hafi náðst í því að koma hagsmunamálum Austur Húnavatnssýslu á dagskrá hjá stjórnvöldum. Samstarfsnefnd hafa á undanförnum dögum borist viðbrögð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við umleitunum á fundum sem fulltrúar nefndarinnar áttu með þeim.

Hugleiðingar varðandi sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu

Mín framtíðarsýn er að hér verði samfélag þar sem börnin mín og afkomendur þeirra vilji snúa aftur í að námi loknu þar sem við erum umhverfisvænt sveitarfélag, með nægum atvinnutækifærum, greiðfærar samgöngur, ásamt öflugu menningar, íþrótta- og tómstundastarfi.

Austur-Húnvetningar, nýtum kosningaréttinn á laugardaginn!

Fyrir um tuttugu árum síðan voru sveitarfélögin í A-Hún. tíu talsins, þrjár sameiningar urðu svo á fimm ára tímabili og margir litu á það sem skref í átt að stærri sameiningu seinna meir þar sem meirihluti íbúa voru ekki tilbúnir í stærri sameiningu að sinni.

Húnvetningar. Framtíðin er okkar

Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu.

Polling stations on June 5th

The public voting on the merger of municipalities Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð and Sveitarfélagið Skagaströnd is on Saturday, June 5th, 2021.

Kynningarmyndbönd og upptökur frá íbúafundum

Vakin er athygli á því að kynningarmyndbönd og upptökur frá íbúafundum eru aðgengileg á facebook síðunni Húnvetningur. 

Verðurðu ekki heima á laugardaginn?

Minnt er á að greiða má atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis. Á Skagaströnd er hægt að kjósa hjá Magnúsi B Jónssyni, skipuðum hreppsstjóra. Sýslumaðurinn

Íbúafundir á Húnavöllum og í Skagabúð

Mikilvægt er að skrá sig á íbúafundina hér á vefnum. Fundunum verður einnig streymt og geta þátttakendur sent spurningar rafrænt til samstarfsnefndar.