Fréttir

Kynningarbæklingi dreift með Feyki

Bæklingi með kynningu á framtíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag og forsendum sameiningartillögu verður dreift með Feyki sem kom út í gær. Blaðinu verður dreift á öll heimili í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. Í því eru einnig greinar eftir fulltrúa í samstarfsnefndinni. Kynningarbæklinginn má nálgast hér á síðunni.

Viðmiðunardagur kjörskrár

Allir flutningar á lögheimili á milli og innan sveitarfélaga þurfa að berast Þjóðskrá í síðasta lagi 29. janúar.

Skýrsla starfshóps um Umhverfisakademíu á Húnavöllum

Á fundi samstarfsnefndar í gær var lagt fram skilabréf og skýrsla starfshóps um stofnun uhverfisakademíu á Húnavöllum, sem er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að samhliða viðræðum um sameiningu Blöndósbæjar og Húnavatnshrepps. Starfshópurinn telur hugmynd um umhverfisakademíu fýsilegan kost fyrir sameinað sveitarfélag Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar til að ráðast í og leggur til að stefnt verði að upphafi skólastarfs haustið 2023.

Auglýsing sýslumanns á utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur sent út auglýsingu á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar laugardaginn 19. febrúar 2022.

Námsmenn á Norðurlöndunum geta skráð sig á kjörskrá

Námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í Blönduósbæ eða Húnavatnshreppi geta sótt um að vera teknir á kjörskrá.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

Þann 28. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög, sem fela í sér að kosningar um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar skuli fara fram samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, en ekki samkvæmt Kosningalögum nr. 112/2021 sem tóku gildi 1. janúar. Þetta þýðir meðal annars að utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum erlendis.