Fréttir

Niðurstöður nafnakönnunar

Niðurstöður könnunar á viðhorfi íbúa til þriggja tillagna að nafni á sameinað sveitarfélag, sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningum, liggja fyrir. Nafnið „Húnabyggð“ nýtur mestra vinsælda og nýtur stuðnings 66% þeirra sem létu álit sitt í ljósi eða 443 einstaklinga.

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Samhliða sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí n.k. verður hægt að taka þátt í könnun á viðhorfi íbúa til tillagna að nafni á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Þeir sem eiga ekki heimangengt á kjördag geta tekið þátt í könnuninni með því að greiða atkvæði á skrifstofum sveitarfélaganna á hefðbundnum opnunartíma fram að kjördegi.

Valið milli þriggja heita

Íbúar velja á milli heitanna Blöndubyggð, Húnabyggð og Húnavatnsbyggð í skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi.