Oddvitar sveitarstjórnanna hafa átt fjarfundi með þingflokkum á Alþingi í apríl. Á fundunum hafa þau kynnt verkefnið Húnvetningur og svarað spurningum þingmanna, en meginmarkmiðið er að koma hagsmunamálum Húnvetninga á dagskrá. Næstu skref eru að fylgja málum eftir við ríkisstjórn. Fyrirhugað er að eiga fund samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra á næstu dögum. Menntamálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið boðið að vera viðstaddar opnun fyrsta TextílLab á Íslandi við hátíðlega athöfn þann 21. maí næstkomandi.
Kynnt var sú framtíðarsýn Húnvetninga að Austur-Húnavatnssýsla verði umhverfisvænasta samfélag landsins. Stofnun Umhverfisakademíu og markviss stefnumótun eru meðal fyrstu aðgerða í þá átt. Austur-Húnavatnssýsla hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi og brýnt er að setja mikinn kraft í atvinnuþróun og byggðaaðgerðir. Farið var fram á stuðning stjórnvalda við stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum, uppbyggingu ferðamannastaða og fjölgun starfa við Innheimtustofnun sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skagaströnd. Aðgerðir og ívilnanir sem snúa að byggðakvóta, línuívilnun og strandveiðum myndu auk þess styrkja atvinnulífið hratt og örugglega.
Á fundunum var höfuðáhersla lögð á stóraukið viðhald héraðs- og tengivega. Ástand héraðs- og tengivega stendur uppbyggingu fyrir þrifum og skerðir lífsgæði íbúa, en fjölmargir íbúar í dreifbýlinu aka daglega um vegina vegna vinnu eða skóla.
Forgangsverkefni Húnvetninga eru að byggja upp og leggja slitlag á eftirfarandi vegi:
Þá var farið fram á að flugvöllurinn á Blönduósi, verði eins fljótt og auðið er, lagður bundnu slitlagi til að hann geti sinnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur og að fjármagn verði tryggt til áframhaldandi framkvæmda við höfnina á Skagaströnd.
Hér má sjá minnisblaðið sem lagt var fram.