Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.

Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu um sameiningu nánari verkáætlun og tímaramma. Stefnt er að því að hún skili áliti sínu til sveitarstjórna eigi síðar en 26. mars á næsta ári. Sveitarstjórar munu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum samstarfsnefndarinnar.

Þá hafa öll sveitarfélögin fjögur samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður og skipað fulltrúa í samstarfsnefndina, en hana skipa þau:

Jón Gíslason Húnavatnshreppi
Ragnhildur Haraldsdóttir Húnavatnshreppi
Þóra Sverrisdóttir áheyrnarfulltrúi Húnavatnshreppi
Karen Steinsdóttir Skagabyggð
Magnús Björnsson Skagabyggð
Halldór G. Ólafsson Skagaströnd
Kristín B. Leifsdóttir Skagaströnd
Guðmundur Haukur Jakobsson Blönduósi
Birna Ágústsdóttir Blönduósi