Fimm tillögur að nafni sendar til Örnefnanefndar

Á fundi undirbúningsstjórnar mánudaginn 4. apríl sl. var farið yfir þær tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag sem bárust í hugmyndasöfnuninni á betraisland.is. Ákveðið var að senda fimm þeirra til örnefnanefndar, sem lögum samkvæmt veitir umsögn um nöfn sveitarfélaga.

Nöfnin sem örnefnanefnd fær til umsagnar eru:

  • Blöndubyggð
  • Húnabyggð
  • Húnavatnsbyggð
  • Húnavatnsþing
  • Húnaþing eystra

Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til að vinna umsagnir sínar. Gert er ráð fyrir að skoðanakönnun um nafngiftina verði lögð fyrir íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk. en endanleg ákvörðun um nafn er í höndum þeirrar sveitarstjórnar sem þá verður kosin.