Fjölmennir íbúafundir á Skagaströnd og Blönduósi

Frá fundinum á Skagaströnd.
Frá fundinum á Skagaströnd.

Íbúafundirnir á Skagaströnd og Blönduósi dagana 18. og 19. maí voru vel sóttir og þar sköpuðust líflegar umræður. Um 35 manns sátu fundinn Í Fellsborg á Skagaströnd og um 25 í Félagsheimilinu á Blönduósi, en auk þeirra fylgdust samtals um 120 manns með útsendingum frá fundunum tveimur yfir netið. Upptökur frá fununum eru aðgengilegar á facebook-síðu verkefnisins (sjá slóðir neðar).

Á fundunum var farið yfir stöðugreiningu og framtíðarsýn samstarfsnefndar sem hún hefur nú skilað af sér til sveitarstjórna. Mikill áhugi var á fjárhagsmálefnum sveitarfélaganna, þ.á.m. skuldastöðu. Fjölmargar spurningar bárust til fulltrúa úr samstarfsnefnd og náðist að svara flestum þeirra á fundunum. Svör við öllum spurningum verða birt hér á vefnum á næstu dögum og hafa nokkur þeirra þegar verið birt.

Fleiri myndir frá fundunum má finna í myndasafni.

Upptaka frá Skagaströnd 18.5.2021

Upptaka frá Blönduósi 19.5.2021