Hvað gerist ef íbúar í einu sveitarfélagi fella sameiningartillöguna?

Sveitarfélag verður ekki sameinað öðrum sveitarfélögum nema fleiri kjósendur í atkvæðagreiðslu séu fylgjandi henni en andvígir. Íbúar í hverju og einu sveitarfélagi ráða því niðurstöðu í sameiningarkosningum. 

Á íbúafundum komu fram spurningar um hvað gerist ef íbúar í einu sveitarfélagi fella sameiningartillöguna? Á fundi samstarfsnefndar 8. mars var fjallað um þann möguleika og ákvað samstarfsnefndin að leggja til við sveitarstjórnirnar að þær lýsi því yfir, áður en til sameiningarkosninga kemur, að þær muni ekki nýta svokallaða 2/3 heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa.

Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju. Samstarfsnefnd tekur fram að vilji einhverjar sveitarstjórnanna láta kjósa aftur um sameiningu sé hægt að byggja á þeirri vinnu og þeim gögnum sem þegar hafa verið unnin og að undirbúningur tillögu og kosninga þurfi því ekki að taka langan tíma.