Innviðaráðuneytið hefur staðfest staðfest sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar í eitt sveitarfélag. Ráðuneytið hefur jafnframt staðfest samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett ný samþykkt.
Þetta kemur fram í auglýsingu ráðuneytisins í Stjórnartíðindum frá 25. mars sl.