Námsmenn á Norðurlöndunum geta skráð sig á kjörskrá

Merki Sambands íslenskra námsmanna erlendis
Merki Sambands íslenskra námsmanna erlendis

Vegna atkvæðagreiðslna um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps sem fer fram þann 19. febrúar nk. ásamt utankjörfundaratkvæðagreiðslu geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá.

Athugið að umsóknin gildir eingöngu fyrir þessar einu kosningar.

Tilkynningu um nám á norðurlöndunum skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101. Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann.
Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á kosningar@skra.is.

Sjá nánar á vef Þjóðskrár.