Niðurstöður nafnakönnunar

Niðurstöður könnunar á viðhorfi íbúa til þriggja tillagna að nafni á sameinað sveitarfélag, sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningum, liggja fyrir. Nafnið „Húnabyggð“ nýtur mestra vinsælda og naut stuðnings 69% þeirra sem létu álit sitt í ljósi eða 443 einstaklinga. 

Tillagan „Blöndubyggð“ naut stuðnings 144 íbúa eða 23% og „Húnavatnsbyggð“ naut stuðnings 53 íbúa eða 8%. Auðir seðlar voru 22 og ógildir seðlar 7.

Könnunin er leiðbeinandi fyrir sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags sem tekur við stjórn þess þann 29. maí nk.