Ráðherrar opna TextílLab á Blönduósi

TextílLab er á vegum Textílmiðstöðvar Ísland og það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er staðsett á Blönduósi og gefur hönnuðum, frumkvöðlum, listafólki og nemendum aðgengi að stafrænni tækni til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Góðir rannsóknarinnviðir munu flýta fyrir innleiðingu nýrrar tækni í textíl á Íslandi, og stórauka tækifæri til rannsókna, hönnunar og framleiðslu nýrra vara, s.s. úr íslenskri ull. Verkefni hlaut uppbyggingarstyrk frá Innviðasjóði og er hluti af alþjóðlegu verkefni CENTRINNO sem Textílmiðstöð tekur þátt í, styrkt af Horizon2020 rannsóknaráætlun ESB.

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ávarpa gesti og klippa á borða sem markar formlega opnun. Ráðherrarnir munu hitta oddvita og sveitarstjóra sveitarfélaganna fjögurra kl. 15 og ræða hagsmuni svæðisins í atvinnuþróun, nýsköpun og menntamálum. 

Eftir formlega opnun er opið hús. (Grímuskylda: Pössum upp á 2 metra regluna!) Þeir sem ekki geta mætt á staðinn geta kynnt sér TextílLabið á samfélagsmiðlum. (Facebook/ Instagram: #textilmidstod / Icelandic Textile Center )