Sameiningartillaga felld í Skagabyggð

Búið er að telja í Skagabyggð. Kjörsókn var 76 prósent. Alls greiddu 53 atkvæði, en 70 voru á kjörskrá.

Í Skagabyggð sögðu 29 nei við tillögunni og 24 sögðu já. Tillagan er því felld í Skagabyggð. 

Sveitarstjórnirnar fjórar hafa lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju.