Síðasti dagur hugmyndasöfnunar er í dag

Síðasti dagur söfnun hugmynda að nafni á sameinað sveitarfélag á betraisland.is er runninn upp. Söfnuninni lýkur á miðnætti. Þegar þetta er ritað eru komnar fram 48 mismunandi hugmyndir frá 84 hugmyndasmiðum. Nokkrar hugmyndanna eru skráðar nokkrum sinnum. Þannig eru tillögur sem byrja á „Húna..." alls 18 en hafa verið skráðar 59 sinnum.

Hægt er að skoða allar fram komnar tillögur og leggja inn nýjar á betraisland.is.