Valið milli þriggja heita

Örnefnanefnd hefur skilað umsögn sinni um þær fimm tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps sem sendar voru nefndinni. Tillögurnar voru Blöndubyggð, Húnabyggð, Húnaþing eystra, Húnavatnsbyggð og Húnavatnsþing. Nefndin mælir með nafninu Blöndubyggð og telur það falla best að nafngiftahefð í landinu. Ekki er þó lagst gegn hinum tillögunum fjórum. 

Á fundi undirbúningsstjórnar í gær var ákveðið að bera þjár tillagnanna undir íbúa í skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi. Tillögurnar er Húnabyggð, Húnavatnsbyggð og Blöndubyggð. Nánari upplýsingar um fyrkomulag könnunarinnar verða birtar hér á síðunni. Könnunin verður ráðgefandi og fyrsta sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags tekur ákvörðun um nafn þess.