Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

Þann 12. apríl sl. hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Húnavatnshrepps.

Greiða má atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis. 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur tilkynnt að hægt sé að greiða atkvæði á skrifstofum embættisins sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir í samráði við hreppsstjóra:

  • Sveitarfélaginu Skagaströnd, að Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, hjá Magnúsi B Jónssyni, skipuðum hreppsstjóra, s-899-4719:

Miðvikudaginn 2. júní nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 16:00.

Kosið verður á HSN Blönduósi og Dvalarheimilinu Sæborg á Skagströnd í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.

Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

 

Blönduósi, 16. apríl 2021

Birna Ágústsdóttir, sýslumaður