Vel sóttur íbúafundur á Zoom

Íbúafundurinn sem haldinn var fimmtudaginn 3. febrúar var vel sóttur. Um 95 manns sátu fundinn þegar mest var. Fundurinn var haldinn sem fjarfundur á Zoom, bæði af tilliti til sóttvarna og vegna slæmrar veðurspár. Fundir höfðu áður verið auglýstir sem staðfundir en samstarfsnefndin ákvað að breyta fyrirkomulaginu af framangreindum ástæðum. Það virtist ekki koma að sök, enda flestir orðnir vanir fjarfundarforminu eftir tveggja ára tímabil með samkomutakmörkunum. Fundinum var einnig streymt um netið og þar hafa um 80 manns horft á upptöku af fundinum þegar þetta er skrifað.

Á fundinum voru forsendur sameiningartillögu og framtíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag kynntar. Í lok fundarins var íbúum gefinn kostur á að spyrja fulltrúa í samstarfsnefnd og ráðgjafa spurninga. Spuringarnar og svör við þeim verða birt hér á síðunni undir Hagnýtar upplýsingar > Spurt og svarað.

Hægt er að horfa á upptöku af kynningunni á facebook.com/hunvetningur. Kynningin er byggð á greiningu samstarfsnefndar sem inniheldur ítarlegri upplýsingar og forsendur.

Ítarefni: