Yfirlýsing frá samstarfsnefnd vegna dreifibréfs

Í tilefni af dreifibréfi N-hópsins sem dreift hefur verið í Húnavatnshreppi vill samstarfsnefnd koma á framfæri við íbúa að það er uppfullt af rangfærslum. Samstarfsnefnd hvetur íbúa til að kynna sér það kynningarefni sem sett hefur verið fram á heimasíðunni hunvetningur.is og senda samstarfsnefnd spurningar til að fá réttar upplýsingar.
Samstarfsnefnd fagnar allri málefnalegri umræðu og hvetur íbúa til að nýta kosningaréttinn á laugardag.