16.02.2022
Í tilefni af dreifibréfi N-hópsins sem dreift hefur verið í Húnavatnshreppi vill samstarfsnefnd koma á framfæri við íbúa að það er uppfullt af rangfærslum. Samstarfsnefnd hvetur íbúa til að kynna sér það kynningarefni sem sett hefur verið fram á heimasíðunni hunvetningur.is og senda samstarfsnefnd spurningar til að fá réttar upplýsingar.
Samstarfsnefnd fagnar allri málefnalegri umræðu og hvetur íbúa til að nýta kosningaréttinn á laugardag.
15.02.2022
Ósk um kosningu utan kjörfundar er hægt að senda á netfangið nordurlandvestra@syslumenn.is
14.02.2022
Minnt er á atkvæðagreiðslu utankjörfundar hjá sýslumanni. Kjósendur í einangrun eða sóttkví geta fengið leiðbeiningar hjá sýslumanni.
13.02.2022
Meðal þess sem samstarfsnefnd um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hefur tekið sér fyrir hendur í sameiningarviðræðunum er að kortleggja helstu hagsmunamál sveitarfélaganna tveggja og koma upplýsingum um þau á framfæri við ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Nefndin hefur tekið saman minnisblöð með helstu hagsmunamálum til að afhenda á fundum með þessum aðilum.
09.02.2022
Íbúafundurinn sem haldinn var fimmtudaginn 3. febrúar var vel sóttur. Um 95 manns sátu fundinn þegar mest var. Fundurinn var haldinn sem fjarfundur á Zoom, bæði af tilliti til sóttvarna og vegna slæmrar veðurspár. Á fundinum voru forsendur sameiningartillögu og framtíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag kynntar.
08.02.2022
Laugardaginn 19. febrúar næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
03.02.2022
Þjóðskrá hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni.
02.02.2022
Í stað íbúafunda í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 í dag og í Húnavallaskóla kl. 20:00 verði haldinn einn fjarfundur á Zoom kl. 20:00.
27.01.2022
Bæklingi með kynningu á framtíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag og forsendum sameiningartillögu verður dreift með Feyki sem kom út í gær. Blaðinu verður dreift á öll heimili í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. Í því eru einnig greinar eftir fulltrúa í samstarfsnefndinni. Kynningarbæklinginn má nálgast hér á síðunni.
26.01.2022
Allir flutningar á lögheimili á milli og innan sveitarfélaga þurfa að berast Þjóðskrá í síðasta lagi 29. janúar.