Fréttir

Yfirlýsing frá samstarfsnefnd vegna dreifibréfs

Í tilefni af dreifibréfi N-hópsins sem dreift hefur verið í Húnavatnshreppi vill samstarfsnefnd koma á framfæri við íbúa að það er uppfullt af rangfærslum. Samstarfsnefnd hvetur íbúa til að kynna sér það kynningarefni sem sett hefur verið fram á heimasíðunni hunvetningur.is og senda samstarfsnefnd spurningar til að fá réttar upplýsingar. Samstarfsnefnd fagnar allri málefnalegri umræðu og hvetur íbúa til að nýta kosningaréttinn á laugardag.

Kjósendur í einangrun athugið

Ósk um kosningu utan kjörfundar er hægt að senda á netfangið nordurlandvestra@syslumenn.is

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Minnt er á atkvæðagreiðslu utankjörfundar hjá sýslumanni. Kjósendur í einangrun eða sóttkví geta fengið leiðbeiningar hjá sýslumanni.

Samstarfsnefnd fundar með ráðamönnum

Meðal þess sem samstarfsnefnd um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hefur tekið sér fyrir hendur í sameiningarviðræðunum er að kortleggja helstu hagsmunamál sveitarfélaganna tveggja og koma upplýsingum um þau á framfæri við ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Nefndin hefur tekið saman minnisblöð með helstu hagsmunamálum til að afhenda á fundum með þessum aðilum.

Vel sóttur íbúafundur á Zoom

Íbúafundurinn sem haldinn var fimmtudaginn 3. febrúar var vel sóttur. Um 95 manns sátu fundinn þegar mest var. Fundurinn var haldinn sem fjarfundur á Zoom, bæði af tilliti til sóttvarna og vegna slæmrar veðurspár. Á fundinum voru forsendur sameiningartillögu og framtíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag kynntar.

Kjörstaðir sameiningarkosninga 19. febrúar

Laugardaginn 19. febrúar næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Hvar á ég að kjósa?

Þjóðskrá hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni.

Athugið: Breytt fyrirkomulag íbúafunda

Í stað íbúafunda í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 í dag og í Húnavallaskóla kl. 20:00 verði haldinn einn fjarfundur á Zoom kl. 20:00.

Kynningarbæklingi dreift með Feyki

Bæklingi með kynningu á framtíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag og forsendum sameiningartillögu verður dreift með Feyki sem kom út í gær. Blaðinu verður dreift á öll heimili í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. Í því eru einnig greinar eftir fulltrúa í samstarfsnefndinni. Kynningarbæklinginn má nálgast hér á síðunni.

Viðmiðunardagur kjörskrár

Allir flutningar á lögheimili á milli og innan sveitarfélaga þurfa að berast Þjóðskrá í síðasta lagi 29. janúar.