Fréttir

Kynningarbæklingur á leið í hvert hús

Kynningarbæklingi um sameiningartillöguna er dreift í hvert hús í Austur-Húnavatnssýslu þessa vikuna, í samstarfi við Feyki.

Sameining rökrétt framhald mikillar samvinnu

Sameining stjórnsýslu í A-Hún er því að mínu mati ekki stórt skref að stíga, frekar eðlilegt framhald af mikilli samvinnu og liður í þróun sem er að eiga sér stað í stækkun stjórnsýslueininga á sveitarstjórnarstiginu.

Fundur með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna áttu fund með samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra þann 5. maí til að fylgja eftir áherslum Húnvetninga sem ræddar hafa verið við þingflokka á Alþingi á undanförnum viku.

Viðmiðunardagur kjörskrár er 15. maí

Viðmiðunardagur kjörskrár fyrir komandi sameiningarkosningu í Austur-Húnavatnssýslu er 15. maí næstkomandi.

Framtíðarsýn skólamála í Austur-Húnavatnssýslu

Skólar eru hjartað í hverju samfélagi og á því leikur enginn vafi. Allt tal um breytingar í skólamálum getur vakið upp ótta og óróleika hjá íbúum.

Sameining eða ekki í A-Hún.

Þann fimmta júní næstkomandi gefst íbúum í Austur Húnavatnssýslu tækifæri til þess að taka afstöðu til hvort sameina beri öll sveitarfélögin í sýslunni í eina stjórnsýslueiningu. Undirbúningsvinna hefur staðið yfir lengi og því mikið magn upplýsinga á www.hunvetningur.is sem kjósendur geta kynnt sér áður en kosning fer fram.

Atvinnumál og uppbygging héraðs- og tengivega eru forgangsverkefni

Oddvitar sveitarstjórnanna hafa átt fjarfundi með þingflokkum til að koma hagsmunamálum Húnvetninga á dagskrá.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

Þann 12. apríl sl. hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Húnavatnshrepps.

Fundir með þingflokkum í apríl

Oddvitar sveitarstjórnanna fjögurra munu eiga fjarfundi með þingflokkum á Alþingi í apríl til að kynna áherslur og helstu hagsmunamál Húnvetninga.

Sameiningarkosningar fara fram 5. júní

Sveitarstjórnirnar telja brýnt að fylgt verði þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum með þingmönnum og ráðherrum varðandi brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu. Svo sem stuðningi við stofnun Umhverfisakademíu, uppbyggingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við innheimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skagaströnd.