Fréttir

Skýrsla starfshóps um Umhverfisakademíu á Húnavöllum

Á fundi samstarfsnefndar í gær var lagt fram skilabréf og skýrsla starfshóps um stofnun uhverfisakademíu á Húnavöllum, sem er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að samhliða viðræðum um sameiningu Blöndósbæjar og Húnavatnshrepps. Starfshópurinn telur hugmynd um umhverfisakademíu fýsilegan kost fyrir sameinað sveitarfélag Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar til að ráðast í og leggur til að stefnt verði að upphafi skólastarfs haustið 2023.

Auglýsing sýslumanns á utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur sent út auglýsingu á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar laugardaginn 19. febrúar 2022.

Námsmenn á Norðurlöndunum geta skráð sig á kjörskrá

Námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í Blönduósbæ eða Húnavatnshreppi geta sótt um að vera teknir á kjörskrá.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

Þann 28. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög, sem fela í sér að kosningar um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar skuli fara fram samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, en ekki samkvæmt Kosningalögum nr. 112/2021 sem tóku gildi 1. janúar. Þetta þýðir meðal annars að utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum erlendis.

Sameiningarkosningar fara fram 19. febrúar 2022

Tillaga samstarfsnefndar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna 19. febrúar hefur fengið fyrri umræðu í báðum sveitarstjórnum.

Viðræður hafnar á milli Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar hafa samþykkt að skipa samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. grein sveitarstórnarlaga. Nefndin hefur þegar hafið störf og fundað tvisvar.

Niðurstöður sameiningarkosninga

Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra er felld í Skagabyggð og Sveitarfélaginu Skagaströnd, en samþykkt í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi.

Sameiningartillaga felld í Skagabyggð

Í Skagabyggð sögðu 29 nei við tillögunni og 24 sögðu já. Tillagan er því felld í Skagabyggð.

Veigamikil stefnubreyting í uppbyggingu ferðamannastaða

Á íbúafundunum sem haldnir hafa verið undanfarnar vikur til að kynna stöðugreiningu, framtíðarsýn og tillögur samstarfsnefndar, hefur nokkuð verið spurt um það hvaða árangur hafi náðst í því að koma hagsmunamálum Austur Húnavatnssýslu á dagskrá hjá stjórnvöldum. Samstarfsnefnd hafa á undanförnum dögum borist viðbrögð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við umleitunum á fundum sem fulltrúar nefndarinnar áttu með þeim.

Hugleiðingar varðandi sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu

Mín framtíðarsýn er að hér verði samfélag þar sem börnin mín og afkomendur þeirra vilji snúa aftur í að námi loknu þar sem við erum umhverfisvænt sveitarfélag, með nægum atvinnutækifærum, greiðfærar samgöngur, ásamt öflugu menningar, íþrótta- og tómstundastarfi.