07.05.2021
Skólar eru hjartað í hverju samfélagi og á því leikur enginn vafi. Allt tal um breytingar í skólamálum getur vakið upp ótta og óróleika hjá íbúum.
06.05.2021
Þann fimmta júní næstkomandi gefst íbúum í Austur Húnavatnssýslu tækifæri til þess að taka afstöðu til hvort sameina beri öll sveitarfélögin í sýslunni í eina stjórnsýslueiningu. Undirbúningsvinna hefur staðið yfir lengi og því mikið magn upplýsinga á www.hunvetningur.is sem kjósendur geta kynnt sér áður en kosning fer fram.
30.04.2021
Oddvitar sveitarstjórnanna hafa átt fjarfundi með þingflokkum til að koma hagsmunamálum Húnvetninga á dagskrá.
19.04.2021
Þann 12. apríl sl. hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Húnavatnshrepps.
29.03.2021
Oddvitar sveitarstjórnanna fjögurra munu eiga fjarfundi með þingflokkum á Alþingi í apríl til að kynna áherslur og helstu hagsmunamál Húnvetninga.
26.03.2021
Sveitarstjórnirnar telja brýnt að fylgt verði þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum með þingmönnum og ráðherrum varðandi brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu. Svo sem stuðningi við stofnun Umhverfisakademíu, uppbyggingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við innheimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skagaströnd.
09.03.2021
Á íbúafundum komu fram spurningar um hvað gerist ef íbúar í einu sveitarfélagi fella sameiningartillöguna. Á fundi samstarfsnefndar 8. mars var fjallað um þann möguleika.
07.03.2021
Þátttakendur á fundinum voru sammála um að á næstu misserum verða breytingar í stjórnsýslu, atvinnulífi og þjónustu á svæðinu hvort sem af sameiningu sveitarfélaganna verður eða ekki. Spurningin sem íbúar standa frammi fyrir er hvort betra sé fyrir samfélagið að takast á við þær breytingar í einu sveitarfélagi eða fjórum. Stöðnun er ekki valkostur.
06.03.2021
Á Facebook síðunni Húnvetningur er streymi á íbúafundinn sem hófst kl. 10
05.03.2021
Í fyrramálið kl. 10 fer fram seinni íbúafundur um sameiningarviðræður sveitarfélaganna. Mjög góð þátttaka var á fundinum á miðvikudagskvöldið og nú gefst þeim sem misstu af fundinum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.