Minnisblöð samstarfsnefndar 2022

Meðal þess sem samstarfsnefnd um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hefur tekið sér fyrir hendur í sameiningarviðræðunum er að kortleggja helstu hagsmunamál sveitarfélaganna tveggja og koma upplýsingum um þau á framfæri við ráðherra og þingmenn kjördæmisins. 

Í janúar fundaði samstarfsnefnd með ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, innanríkisráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Af því tilefni tók nefndin saman minnisblöð um þau mál sem nefndin telur mikilvægust fyrir samfélagið og sem afhent voru ráðherrum. Minnisblöðin voru einnig afhent þingmönnum kjördæmisins á fundum þeirra með sveitarstjórnarmönnum í kjördæmavikunni,  14.–18. febrúar. Samstarfsnefnd hefur verið mætt með jákvæðni og á fundum með ráðherrum hefur komið fram að þau verkefni sem samstarfsnefnd hefur sett í forgang samræmast í grundvallaratriðum stefnu ríkisstjórnarinnar í samgöngu og byggðamálum.